Alan Mulally

AlanMulally ColorForseti og aðal-framkvæmdastjóri hjá bílaframleiðandanum Ford (2006-2014)

Alan Mulally stóð fyrir því að gera Ford að einum fremsta bílaframleiðanda heims og gerði Ford að vinsælustu bílategund í Bandaríkjunum. Hann gerði fyrirtækið þannig aftur arðbært og breytti starfsháttum fyrirtækisins. Áður en hann gekk til liðs við Ford starfaði hann sem framkvæmdastjóri og varaforseti Boeing fyrirtækisins. Mulally hefur verið nefndur sem einn af þremur hæfustu leiðtogum heims af tímaritinu Fortune og einn áhrifamesti maður heims af tímaritinu TIME.