Erin Meyer

ErinMeyer ColorPrófessor hjá INSEAD, rithöfundur og ráðgjafi

Erin Meyer er prófessor hjá INSEAD í Frakklandi sem er einn fremsti viðskiptaháskóli heims. Nýútgefin bók hennar, The Culture Map, beinir sjónum að því hvernig farsælustu leiðtogar heims takast á við menningarmun í fjölmenningarumhverfi. Árið 2015 vann Erin til “On the Radar” verðlauna samtakanna Thinkers 50 sem veitt eru bestu hugsuðum yngri kynslóðarinnar, þeim sem þykja líklegastir til að móta framtíð viðskipta og viðskiptahugsunar.