GLOBAL LEADERSHIP SUMMIT RÁÐSTEFNAN 2018

Form ráðstefnu

Ráðstefnan verður í stóra sal Háskólabíós. Fyrirlestrar eru sýndir á breiðtjaldi me...

16-01-2017 Hits:3039 Subcategory II Administrator

Lesa meira

Ráðstefnan

GLS verður 1.-2. nóvember 2019 í Háskólabíói.  

16-01-2017 Hits:2666 GLS Administrator

Lesa meira

GLS sagan

GLS ráðstefnan var fyrst haldin á Íslandi árið 2009. Þetta hófst allt saman þegar fimm manna áhu...

16-01-2017 Hits:1840 Subcategory II Administrator

Lesa meira

Spurningar og svör

Hver er tilgangur GLS? Tilgangur GLS er að vera vettvangur þar sem leiðtogar geta hist árlega til að eiga fræðandi og uppby...

16-01-2017 Hits:1746 GLS Administrator

Lesa meira

LÍKAÐU VIÐ GLS Á ÍSLANDI

GLS Á FACEBOOK

 

GLS sagan

GLS ráðstefnan var fyrst haldin á Íslandi árið 2009. Þetta hófst allt saman þegar fimm manna áhugahópur úr Salti kristnu samfélagi sótti GLS ráðstefnu í Noregi árið 2007 en einn úr hópnum hafði farið á svona ráðstefnu í USA nokkrum árum áður. Hófu þau fljótlega undirbúningsstarf við að koma ráðstefnunni til Íslands. Þeir Lárus Þór og Sigurður Bjarni hafa haldið utan um framkvæmd ráðstefnanna frá upphafi og skipa framkvæmdastjórn GLS á Íslandi í dag. Á hverju ári hefur verið skipuð undirbúningsnefnd með fagfólki úr atvinnulífinu sem gjarnan er virkt í kirkjustarfi samhliða.

Árið 2008 heimsótti Bill Hybels stofnandi ráðstefnunnar hóp áhugafólks um GLS hér á landi vegna áhuga okkar á Íslandi að halda slíka ráðstefnu og var þá ákveðið að hefja ráðstefnuhald á Íslandi. Aðsóknin hefur alltaf verið góð, en ráðstefnan hefur oftast verið haldin í Neskirkju sem rúmar 340 manns. Árið 2015 var ákveðið að söðla um og halda hana í aðalsal Háskólabíós vegna þess að uppselt var árið 2014 og ljóst að þátttakan væri á uppleið. Um 600 manns mættu þá í Háskólabíó. Hefur ráðstefnan verið haldið þar síðan.

Markmið GLS á Íslandi er að hvetja og byggja upp leiðtoga bæði í kirkjum og fyrirtækjum/stofnunum til þess að veita góða og vandaða forystu með því m.a. að halda GLS ráðstefnur einu sinni á ári hér á Íslandi auk þess að hafa á boðstólum ráðstefnuefnið (DVD mynddiska eða USB-lykla) með upptökum af fyrirlestrum ráðstefnanna. GLS eru samtök sem leita ekki hagnaðar.

Samtökin GLS Íslandi
Blönduhlíð 26
105 Reykjavík
kt. 440609-1040
gls (at) gls.is

 

 

Form ráðstefnu

Ráðstefnan verður í stóra sal Háskólabíós. Fyrirlestrar eru sýndir á breiðtjaldi með íslenskum texta með bestu mögulegum hljóð- og myndgæðum. Efnið var tekið upp í ágúst á hverju ári. Íslenskur fyrirlesari er á staðnum og verður stækkaður upp á hvíta tjaldið til að ná sömu áhrifum og bíósalur býður upp á. Ráðstefnan er einstök upplifun og er það álit ráðstefnugesta okkar að þarna hafi þeir farið á heimsklassaráðstefnu án þess að stíga upp í flugvél. Kynnar ráðstefnunnar á sviðinu sjá til þess að efni ráðstefnunnar sé staðfært og matreitt inn í íslenskar aðstæður. Þá gildir einu hvort ráðstefnugestur komi úr heimi viðskipta, stjórnmála, menntamála, kirkjustarfs, góðgerðarstarfs eða sé í raun ekki titlaður sem leiðtogi. Ráðstefnan er ætluð öllum sem vilja efla sig sem leiðtogar óháð því hvort þeir beri slíka ábyrgð í dag. Önnur séreinkenni ráðstefnunnar eru: gæði, kristin gildi, lifandi tónlist, lifandi salur, vinnubækur, hvatning til áframhaldandi eflingar þegar heim er komið.