Spurningar og svör

Hver er tilgangur GLS? Tilgangur GLS ráðstefnunnar er að vera vettvangur fyrir hvers kyns leiðtoga sem vilja sækja hvatningu og fræðslu um góða og heilbrigða forystu. Á ráðstefnunni fá þeir heimsklassa fræðslu, innblástur og hvatningu til að ná betri árangri og öðlast meiri ánægju í störfum sínum og einkalífi. Ráðstefnan er byggð á kristnum grunni.

Fyrir hverja er ráðstefnan? Á ráðstefnunni koma saman hvers kyns leiðtogar innan viðskiptalífs, menntamála, stjórnmála, kirkna og góðgerðasamtaka. Aðstandendur GLS vilja efla samfélagið og telja áhrif GLS tilvalin til þess. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir á ráðstefnuna, án tillits til stéttar eða stöðu. Erfitt er að leggja nógu mikla áherslu á að ráðstefnan getur nýst öllum – allir hafa sinn stað og stund til að leiða aðra á mismunandi sviðum. Að GLS ráðstefnunni stendur fagfólk úr ýmsum geirum samfélagsins.

Hvenær og hvar er GLS ráðstefnan 2020 Ráðstefnan í ár verður einungis netráðstefna og verður því þar sem þú vilt hafa hana - í tölvunni eða símanum þínum, og verður föstudaginn 6. nóvember.

Klukkan hvað hefst ráðstefnan og hvenær lýkur henni? Áætlaður ráðstefnutími er 9-16:30. Hádegishlé verða í u.þ.b. 60 mínútur og 25-30 mínutna hlé fyrir og eftir hádegii.

KOSTNAÐUR

Hvað kostar á ráðstefnuna?
Almennt gjald á ráðstefnuna er 6.900 kr. Þó gildir forsölutilboð upp á 4.900 kr til 3. nóvember 2020.
Hóptilboð er sjáanlegt í miðasöluhlutanum.

Hvað er innifalið í þátttökugjaldinu? Aðgangur að ráðstefnunni á föstudeginum og PDF ráðstefnuhefti.

Er hægt að fá styrk á ráðstefnuna? Flest stéttarfélög niðurgreiða ráðstefnugjöld fyrir aðildarfélaga sína og hafa nokkur stéttarfélög samþykkt að niðurgreiða ráðstefnugjaldið á GLS. Of langt mál er að telja upp alla sem styrkja sitt félagsfólk en algengur styrkur er helmingur ráðstefnugjalds, en getur jafnvel verið heildargjaldið í einhverjum tilfellum. 

SKRÁNING:

Hvernig skrái ég mig á ráðstefnuna?
Skrá sig og greiða með kreditkorti á heimasíðunni.

Hve lengi er skráning opin? Skráning er alltaf opin, jafnvel þegar ráðstefnan er byrjuð. Þó er 1000 manna hámarksfjöldi vegna vefsýningarforrits.

Er hægt að deila skráningu með öðrum ef maður getur bara verið hluta af ráðstefnunni? Skráning gildir eingöngu fyrir einn og sama einstakling. Vilji fleiri fylgjast með ráðstefnunni biðjum við ykkur að skrá ykkur og fá fullgildan miða.

Hvað fæ ég sent við skráningu? Þú færð sendan ráðstefnumiða, einfalda greiðslukvittun, og í öðrum pósti innan 5 mínútna færðu persónulegan vefhlekk sem er aðgangur þinn að ráðstefnunni.

Get ég fengið fullgilda kvittun í bókhaldið? Já, þú færð fullgilda reikningskvittun daginn fyrir ráðstefnuna, ef skráning hefur borist þá, annars daginn eftir ráðstefnuna.

Er þátttökugjaldið endurgreitt við afboðun eða forföll? Ekki er hægt að fá endurgreiðslu, þar sem ráðstefnuhlekkur hefur verið sendur á ráðstefnugesti.

Ef spurningu minni hefur ekki nú þegar verið svarað, hvert leita ég? Senda má fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..">gls (hjá) gls.is.