GLS 2019

GLS leiðtogaráðstefnan verður haldin 1. - 2. nóvember 2019 í Háskólabíó við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíku. Þetta er í 11. sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. Mikilsvirtir fyrirlesarar ráðstefnunnar eiga það sameiginlegt að vera framúrskarandi leiðtogar á sínu sviði sem tala af djúpu innsæi og þekkingu um mikilvægt hlutverk leiðtoga.

Ráðstefnan stendur í tvo heila daga sem eru föstudagur og laugardagur. Fullt ráðstefnugjald er 24.900 kr. (sjá ýmis tilboð). Mörg hundruð Íslendingar eru þeirrar skoðunar að ráðstefnan sé ein fremsta sinnar tegundar og því forréttindi að geta boðið landsmönnum að sækja hana hér á landi með þýddum skjátexta á breiðtjaldi.

Dagskrá ráðstefnunnar verður kynnt þegar nær dregur en hún hefst 1. nóvember kl. 8:15 með skráningu og afhendingu ráðstefnugagna. Áætlaður ráðstefnutími báða dagana er kl. 9-17. Hádegishlé verða í u.þ.b. 60 mínútur sem ráðstefnugestir ráðstafa sjálfir en mælt verður með matarvögnum og veitingastöðum í hæfilegri fjarlægð sem veita ráðstefnuafslátt.

Svaraði þetta spurningunum þínum?
Ef ekki, sjá spurningar og svör hér.
Þér er einnig velkomið að senda fyrirspurn á okkur á netfangið gls hjá gls.is.

Sjáumst á GLS 2019!