Spurningar og svör

Hver er tilgangur GLS? Tilgangur GLS er að vera vettvangur þar sem leiðtogar geta hist árlega til að eiga fræðandi og uppbyggilegar stundir. Þar fái þeir bestu fræðslu sem völ er á, innblástur og hvatningu til að ná betri árangri og öðlast meiri ánægju í störfum sínum, trúarlífi og einkalífi. Ráðstefnan er byggð á kristnum grunni.

Fyrir hverja er ráðstefnan? Á ráðstefnunni koma saman leiðtogar innan kirkna, viðskiptalífsins, stjórnmála, menntamála, góðgerðasamtaka og fjölskyldna. Aðstandendur GLS eru sannfærðir um að skilvirk forysta á kristnum grunni sé nauðsynleg til að efla samfélagið. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir á ráðstefnuna, án tillits til stéttar eða stöðu. Erfitt er að leggja nógu mikla áherslu á að ráðstefnan getur nýst öllum – allir hafa sinn stað og stund til að leiða aðra á mismunandi sviðum. Að GLS ráðstefnunni standa fjölmargar íslenskar kirkjudeildir sem vilja stuðla að einingu meðal kristinna manna.

Hvenær og hvar er GLS ráðstefnan 2019 Ráðstefnan verður haldin í Háskólabíó í Reykjavík og stendur í tvo heila daga, dagana 1.-2. nóvember sem eru föstudagur og laugardagur.

Klukkan hvað hefst ráðstefnan og hvenær lýkur henni? Áætlaður ráðstefnutími báða dagana er kl. 9-17. Hádegishlé verða í u.þ.b. 60 mínútur sem ráðstefnugestir ráðstafa sjálfir. Mælt verður með nálægum veitingastöðum sem veita ráðstefnuafslátt.

KOSTNAÐUR

Hvað kostar á ráðstefnuna?
Almennt gjald á ráðstefnuna er 24.500.
Lægsta gjald (13.900 kr) er greitt fyrir hópa (5+) og nægir þá að menn hópi sig saman og borgi einu sinni. Lífeyrisþegar, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eldri en 25 ára greiða lægsta gjald (13.900 kr). Sýna þarf nemendaskírteini. Þátttakendur á aldrinum 16-24 ára greiða 5.900 kr (ungmennamiðar).

Hvað er innifalið í þátttökugjaldinu? Aðgangur að ráðstefnunni báða dagana, ráðstefnuhefti, nafnspjald og kaffiveitingar í hléum.

Hvað kostar ef ég er bara hluta af ráðstefnunni? Aðeins eitt ráðstefnugjald er í boði fyrir hvern einstakling, sama hversu mikið viðkomandi getur mætt. Tveir einstaklingar geta t.d. ekki deilt með sér aðgangi að ráðstefnunni.

Er hægt að fá styrk á ráðstefnuna? Flest stéttarfélög niðurgreiða ráðstefnugjöld fyrir aðildarfélaga sína og hafa nokkur stéttarfélög samþykkt að niðurgreiða ráðstefnugjaldið á GLS. Of langt mál er að telja upp alla sem styrkja sitt félagsfólk en algengur styrkur er helmingur ráðstefnugjalds, en getur jafnvel verið heildargjaldið í einhverjum tilfellum. 

SKRÁNING:

Hvernig skrái ég mig á ráðstefnuna?
Fylla út skráningarformið og greiða með kreditkorti. Við skráningu þarf að greiða ráðstefnugjaldið. Án greiðslu ráðstefnugjalds er skráning ekki fullgild.

Er hægt að skrá sig á sjálfri ráðstefnunni? Já, svo fremi að ekki verði fullbókað.

Er hægt að deila skráningu með öðrum ef maður getur bara verið hluta af ráðstefnunni? Skráning gildir eingöngu fyrir einn og sama einstakling.

Fæ ég senda staðfestingu á skráningunni? Staðfesting á skráningu verður send í tölvupósti til greiðanda.

Er þátttökugjaldið endurgreitt við afboðun eða forföll? Hægt er að fá ráðstefnugjald endurgreitt að frádregnu 2.000 kr skráningargjaldi fram til 20. október. Eftir það er ráðstefnugjaldið óafturkræft.

ÝMSAR UPPLÝSINGAR:

Er hádegisverður seldur á staðnum? Ráðstefnugestum verður bent á matsölustaði í nágrenni Háskólabíós (einhver staðanna veita ráðstefnuaflsátt).

Verður bókabúð á ráðstefnunni? Í hléum verða til sölu bækur eftir fyrirlesara ráðstefnunnar. Einnig verður til sölu myndefni erlenda hluta ráðstefnunnar á USB-lykli í sérstakri gjafaöskju (með íslenskum texta.)

Eru sætin númeruð eða frátekin? Nei. Undantekning gæti verið lítill hluti sæta.

Er leyfilegt að koma með börn með sér? Þrátt fyrir að við metum börnin mikils og að tilgangur þessara ráðstefna sé m.a. að gera framtíð þeirra bjartari er ekki gert ráð fyrir börnum á þessari ráðstefnu og barnagæsla ekki í boði.

Ef spurningu minni hefur ekki nú þegar verið svarað, hvert leita ég? Senda má fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..">gls (at) gls.is.