Um GLS

Tilgangur ráðstefnunnar er að minna á að allir eru leiðtogar á einn eða annan hátt, allir hafa áhrif og geta nýtt þau til jákvæðra hluta. Á hverju einasta ári teflir GLS fram hágæða ræðumönnum sem veita innblástur og ráðgjöf sem gagnast fólki, sama á hvaða vettvangi það lifir og starfar.

GLS leiðtogaráðstefnan hóf fyrst göngu sína í Chicago í Bandaríkjunum árið 1995. Síðan þá hefur ráðstefnan vaxið ár frá ári og er nú sýnd í öllum helstu borgum heims, þar með talið Reykjavík.

Í ár verður í 9. skipti sem GLS-ráðstefnan verður haldin á Íslandi. Í fyrra mættu 600 manns úr íslenskum félagasamtökum, kirkjum og viðskiptalífi á ráðstefnuna. Fyrirlestrar ráðstefnunnar eru sýndir í stærsta salnum í Háskólabíói með íslenskum skjátexta.

GLS á rætur sínar í Willow Creek í Bandaríkjunum þar sem áhersla hefur verið lögð á þjónandi forystu á grunni kristinna gilda.

Yfirlit yfir fyrirlesara GLS 2017

 • Sheryl Sandberg (framkvæmdastjóri Facebook)
 • Laszlo Bock (mannauðsstjóri Google)
 • Andy Stanley (prestur og höfundur bóka um leiðtogafræði)
 • Angela Duckworth (Sálfræðiprófessor og höfundur bókarinnar “Grit”)
 • Gary Haugen (Stofnandi Justice Mission)
 • Bryan Stevenson, (stofnandi Equal Justice Initiative)
 • Bill Hybels (prestur og stofnandi Willow Creek kirkjunnar)
 • Juliet Funt (stofnandi Whitespace)
 • Fredrick Härén (ráðgjafi)
 • Joni Eareckson Tada (baráttukona fyrir hagsmunum fatlaðra
 • Heimir Hallgrímsson (landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu)