Um GLS

GLS Leiðtogaráðstefnan er tveggja daga heimsviðburður sem fer upphaflega fram í Chicago í ágúst á hverju ári. Ráðstefnan er haldin og tekin upp hjá stofnendum ráðstefnunnar, Willow Creek kirkjunni sem er fyrir margt framúrstefnuleg og hefur mikla ástríðu fyrir að þjálfa og styrkja leiðtoga. Þaðan er ráðstefnunni varpað til 300-400 staða í Bandaríkjunum. Nú árið 2016 verður ráðstefnan auk þess sýnd á öðrum 675+ stöðum í 125 löndum og þýdd á 59 tungumál. Heildarfjöldi þátttakenda verður líklega um 305.000 manns. Hægt er að sjá þau lönd sem halda ráðstefnuna í ár hér.

ÓBREYTANLEG GILDI RÁÐSTEFNUNNAR
Á heimsmælikvarða, aðgengileg og ódýr
Það krefst ákvörðunar að gera leiðtoga betri. Sérhver fyrirlesari er vandlega valin með tilliti til þess að flytja efni á háu vitsmunalegu plani í umhverfi sem fóstrar hugsun og samræður.

Leiðtogamenning
Allir hafa áhrif og geta komið af stað jákvæðum breytingum. Leiðtogamenning þar sem Kristur er þungamiðjan getur breytt lífi einstaklinga, kirkna, fyrirtækja, ríkisstjórna, skóla og heimila. Margir leiðtogar fá helstu hugmyndir til að byggja upp söfnuði sína á þessari árlegu ráðstefnu.

Kristur er þungamiðjan án þess að beðist sé afsökunar á því
Frá upphafi hefur aðalmarkmið leiðtogaráðstefnunnar snúist um kirkjuna. Kristnir leiðtogar í öllum stéttum hafa í auknum mæli sótta hana. Samt er viðfangsefni hennar fyrst og fremst starf kirkjusafnaðarins. Leiðtogamenning þar sem Kristur er þungamiðjan getur breytt allri kirkjunni, samfélaginu ... jafnvel heiminum!

Eignarhald á hverjum stað, allur heimurinn er undir
Ráðstefustaðir okkar og safnaðarleiðtogar eru þeir sem best eru færir um að endurspegla Krist í þeim samfélögum sem þeir starfa. Hvort sem það er í úthverfum Los Angeles eða í þorpi í Víetnam fá leiðtogarnir á þessum stöðum áskorun um að verða betri leiðtogar og aðlaga það sem þeir læra að menningu sinni og aðstæðum.