Stofnendur GLS

GLS (Global Leadership Summit) var ýtt úr vör árið 1992 en Willow Creek samtökin standa að baki ráðstefnunni. Við þjónum prestum í brautryðjendastarfi og leiðtogum um allan heim með því að veita þeim hvetjandi forystu, auka markvisst hæfni þeirra og veita þeim reynslu sem stuðlar að því að söfnuðir þeirra nái að blómstra.

UM WILLOW CREEK SAMTÖKIN
Willow Creek samtökin (WCA), sem voru stofuð árið 1992, þjóna prestum í brautryðjendastarfi og leiðtogum með því að veita þeim reynslu og hjálpartæki á heimsmælikvarða. Hugsjón Willow Creek samtakanna er: Að hvetja og uppörva kristna leiðtoga og gera þá hæfa til að koma á fót blómstrandi söfnuðum sem eru helgaðir Kristi.

Málstaður okkar er að ná til kirkjunnar um allan heim. Hugsjón Willow Creek samtakanna er að hjálpa leiðtogum um allan heim, körlum og konum, að uppgötva sýn Guðs með líf þeirra, kirkjur og samfélög. Við deilum hugmyndum og komum á fót samstarfi. Við deilum sýn og hvatningu í gegnum GLS leiðtogaráðstefnuna, samstarfsaðila og til meðlima Willow Creek samtakanna á landssvæðum sem eru aflögufær og veitum þjálfun og tækifæri á svæðum sem þurfa á hjálp að halda.