Undirbúningsteymi 2019

HRAFN ÁGÚSTSSON
Lífstílsleiðbeinandi
Hrafn er rekstrarfræðingur og sjálfstætt starfandi lífsstílsleiðbeinandi. Síðustu 19 ár hefur hann unnið fyrir Herbalife International og stundar viðskipti í 10 löndum. Hann hefur sótt GLS ráðstefnur síðustu ár og er heillaður af gæðum ráðstefnunnar og hvernig skilboð Jesú Krists eiga sterkt erindi við sérhvern þann sem reynir að leiða aðra áfram.

FANNY KRISTÍN TRYGGVADÓTTIR
Stjórnmálafræðingur og kennari, skrifstofustjóri hjá Fíladelfíu
Fanny Kristín vinnur hjá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu sem skrifstofustjóri/gjaldkeri. Hún er einnig starfandi söngkona og hefur oft brugðið fyrir í bakröddum Eurovision forkeppninnar á Íslandi svo dæmi séu tekin. Fanny hefur síðastliðin ár verið einn tveggja kynna ráðstefnunnar.

SIGURÐUR BJARNI GÍSLASON
Ráðgjafi í verkfræði og verkefnastjórnun, Lota ráðgjöf
Sigurður Bjarni er með meistarapróf í byggingarverkfræði frá HÍ og MPM gráðu frá HR (verkefnastjórnun). Hann starfar í dag hjá Lotu ráðgjöf við brunavarnaráðgjöf. Einnig er hann eigandi að bókunarþjónustu sem heitir Iceland Summer ehf. Sigurður hefur nokkurra ára reynslu af viðburðarstjórnun, m.a. hátíðir og tónleikahald og hefur verið í markaðs- og undirbúningsnefnd GLS frá upphafi hér á Íslandi. Hann er virkur meðlimur og meðstofnandi Salts kristins samfélags og var meðal annars í stjórn þess félags um skeið. Hann leiðir nú tónlistarstarfið þar en Salt er hreyfing innan Þjóðkirkjunnar.

LÁRUS ÞÓR JÓNSSON
Sjálfstætt starfandi heimilislæknir, Domus Medica.
Lárus nam heimilislækningar í Svíþjóð og hefur starfað sem heilsugæslulæknir í Snæfellsbæ, Hvammstanga, Heilsugæslu Hlíða og nú síðast sem sjálfstætt starfandi læknir í Domus Medica. Hann sat í sóknarnefndum kirkjunnar bæði í Ólafsvík og Hvammstanga. Hann var einn af stofnendum Salts kristins samfélags og hefur setið í stjórn þess frá upphafi. Hann fór á GLS í Osló 2007 ásamt fleiri Íslendingum og hreifst mjög og fannst að "Íslendingar yrðu að fá sitt GLS". Hann hefur verið í undirbúningsnefnd GLS frá upphafi.

GUÐJÓN VILHJÁLMSSON
Tölvunarfræðingur, TM Software
Guðjón er tölvunarfræðingur frá HÍ og með MS í hugbúnaðarverkfræði. Hann hefur starfað við hugbúnaðarþróun hjá TM Software frá árinu 2005. Hann er meðlimur í Íslensku Kristskirkjunni og hefur tekið virkan þátt í safnaðarstarfinu þar frá árinu 2007. Hann sótti fyrst GLS ráðstefnu hér á Íslandi árið 2012 og fór fyrir hönd undirbúningsnefndarinnar árið eftir á GLS ráðstefnuna í Chicago. Haft er eftir honum: "Ég hef stundum sagt að ég hafi upplifað þrjá vendipunkta í mínu lífi: Þegar ég giftist konunni minni, þegar ég eignaðist fyrsta barnið og þegar ég fór fyrst á GLS." Guðjón hefur verið "producent" eða framleiðandi fyrir GLS síðastliðin ár.

STYRMIR HAFLIÐASON
Öryggisstjóri hjá Verne Global
Styrmir er öryggisstjóri hjá Verne Global í Ásbrú á Reykjanesum. Hann hefur verið aðstoðarmaður framleiðanda GLS.

KRISTJÁN ÞÓR SVERRISSON
Viðskiptafræðingur, Kristniboðssambandið
Kristján er viðskiptafræðingur og hefur starfað hjá Kristniboðssambandinu sl. 10 ár. Hann var í fimm ár ásamt fjölskyldu sinni starfandi kristniboði í Eþíópíu þar sem hann sinnti kennslu, boðunarstarfi og ýmsum þróunarsamvinnuverkefnum. Hann er áhugamaður um íþróttir og útivist.

LAUFEY BIRGISDÓTTIR
Framkvæmdastjóri, ABC barnahjálp
Laufey er menntuð í verkefnastjórnun en er einnig með gráðu í aðfanga- og straumlínustjórnun. Hún starfar í dag sem framkvæmdastjóri hjá ABC barnahjálp. Nú síðast starfaði hún hjá Actavis við framleiðslustjórnun og innkaup en var þar í um 12 ár. Áður starfaði hún sem innkaupa- og sölustjóri hjá IKEA. Laufey hefur reynslu af barnastarfi, kennslu og stjórnun ýmissa viðburða innan sem utan kirkjuna. Einnig starfaði hún sem ritari, kennari og aðstoðarskólastjóri í Bibliuskólanum JHU Arken í Svíþjóð í nokkur ár. Laufey hefur verið virk í starfi innan Vegarins til margra ára og er nú í Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík. Hún hefur verið í markaðs- og undirbúningsnefnd GLS frá upphafi hér á Íslandi.

EMIL HREIÐAR BJÖRNSSON
Grafískur hönnuður, Samskipti ehf & Grafiker
Emil er grafískur hönnuður hjá Samskiptum ehf. og auk þess með eigin rekstur. Hann hefur dágóða reynslu af markaðsstörfum og nýtir það nú sem markaðsstjóri GLS. Emil er einnig tónlistarmaður og hefur leitt tónlistarflutning á ráðstefnunum síðastliðin nokkur ár.

INGA MARÍA BJÖRGINSDÓTTIR
GLS YOUTH
Inga María sér um GLS Youth undirbúningsteymið sem er hópur ungmenna sem heldur GLS Youth á Íslandi.

RAGNAR SCHRAM
Fjölmiðlafræðingur, Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa
Ragnar er fjölmiðlafræðingur að mennt og er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa. Ragnar hefur síðastliðin ár verið einn tveggja kynna ráðstefnunnar.

MARÍA ERICSDÓTTIR
Ráðgjafi í Mörkun og eigandi, Karousel ehf..
María er grafískur hönnuður (BS) og viðskiptafræðingur (MS). Hún hefur starfað í Bandaríkjunum, Danmörku og hér heima við hönnun, mörkun og markaðsetningu fyrir auglýsingastofur og í markaðsdeildum. Síðastliðin nokkur ár hefur hún séð um vörumerkjastjórnun fyrir íslenska fyrirtækið Sóley Organics. Hún er einnig stjórnandi Barnakirkju Aðventsafnaðarins í Reykjavík sem er hluti Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi.