GLS - ráðstefnan

VEITTU FORYSTU
ÞAR SEM ÞÚ ERT

3. NÓV 2023

GLS ráðstefnan

Global Leadership Summit er uppspretta fyrir ferskar hugmyndir, hagnýt skref, þjónandi forystu og hjartnæma uppörvun. Ráðstefnan leitast við að efla þig, vera vettvangur framtíðarsýnar, miðla krafti til umbreytinga, hrinda hindrunum úr vegi. Hér færðu innsýn í reynslu og innsæi leiðtoga frá heimsklassa fyrirlesurum á stórum skjá og íslenskt efni á sviði. Þú kemur með hópnum þínum, kynnist fólki, og spjallar og skráir hjá þér góðar hugmyndir. Þú munt heyra frá prestum, frumkvöðlum, viðskiptahugsuðum, og síðast en ekki síst sögur frá venjulegu fólki sem tókst á við áskoranir. GLS vill hjálpa þér til betri forystu – hvar sem þú hefur áhrif.
GLS byggir á gildum Jesú Krists, eins merkasta leiðtoga sem uppi hefur verið.
Þetta er GLS !

FYRIRLESARAR RÁÐSTEFNUNNAR

Stofnandi Habits Academy; Metsöluhöfundur
Stofnandi Habits Academy; MetsöluhöfundurJames er leiðandi rödd í heiminum í dag um ávana. Bók hans Atomic Habits hefur verið seld í yfir 10 milljónum eintaka á meira en 50 tungumálum.
Stofnandi Life.Church, Metsöluhöfundur
Stofnandi Life.Church, MetsöluhöfundurCraig er þekktur sem leiðtogi leiðtoga. Kirkjan hans er þekkt fyrir að nýta nýjustu tækni og er frumkvöðull Biblíuappsins YouVersion.
Íslenskur fyrirlesari, stofnandi Gracelandic
Íslenskur fyrirlesari, stofnandi GracelandicGrace Achieng hlaut hvatningarverðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri 2023 fyrir athyglisvert frumkvæði. Grace hefur sýnt einstakt hugrekki og þrautseigju. Grace lét draum sinn rætast með því að stofna Gracelandic, einstakt hönnunarfyrirtæki, sem fengið hefur verðskuldaða athygli.
Stofnandi The Table Group, Metsöluhöfundur
Stofnandi The Table Group, MetsöluhöfundurPatrick er sá gestafyrirlesari sem oftast hefur talað á GLS. Hann er þekktur fyrirtækjaráðgjafi, sérstaklega þegar kemur að hópastarfi, skýrleika og virkni. Hann er höfundur The Five Dysfunctions of a Team og 11 annara metsölubóka sem hafa selst í meira en 7 milljónum eintaka.
Stofnandi Sseko Design, Rithöfundur
Stofnandi Sseko Design, RithöfundurLiz er höfundur metsölubókarinnar Beginner's Pluck. Með vinnu sinn í tískuiðnaðinum hefur hún hvatt konur til að finna tækifærin til að hafa áhrif og miðla róttækum breytingum til hins betra. Forbes tilnefndi hana eina af 20 bestu fyrirlesurum Bandaríkjanna.
Höfundur og leikstjóri
Höfundur og leikstjóri "The Chosen"Dallas leikstýrir og framleiðir nú stærsta hópfjármagnaða kvikmyndaverkefni sögunnar, The Chosen, sem eru ótal þátttaseríur um líf Jesú Krists. Merkilegt þykir að þættirnir eru ókeypis á The Chosen appinu en ná samt að fjármagna sig.
Skemmtikraftur og grínisti
Skemmtikraftur og grínistiJóhann Alfreð hefur starfað með uppistandshópnum Mið-Ísland um áralangt skeið. Hann hefur komið að dagskrárgerð, handritaskrifum og leiklist en undanfarið ár hefur hann stýrt spurningaþáttunum Heilahristingi á Rás 2 auk þess að sinna dómarahlutverki í Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Dagskrá GLS ráðstefnunnar

3. nóvember 2023 kl. 9-16
Tími
Dagskrárliður
8:20
Húsið opnar (Gullteigur á Grand Hótel)
9:00

Setning ráðstefnu
- CRAIG GROESCHEL - Framtíð forystu er traust
- JAMES CLEAR - Að beisla kraft atómvenja

10:45
Kaffihlé
11:00
- LIZ BOHANNON -  Það er kalt á toppnum!
- DALLAS JENKINS - "The Chosen"
12:30
Hádegishlé
13:30
- JÓHANN ALFREÐ droppar við
- GRACE ACHIENG frá Gracelandic - ÍSLENSKUR FYRIRLESARI - Þar sem er vilji er leið - að kjósa hugrekki
14:30
Kaffihlé
14:50
- ESTER ELLEN NELSON - Reynsla Hjálpræðishersins á Íslandi af móttöku flóttafólks, viðtal
- PATRICK LENCIONI - Hugrekki á tímum sem þessum
15:45
Lok ráðstefnu
Image

200 sæti - 20 borð

Tryggðu þér pláss við borð þar sem þú hlýðir á fyrirlestra og færð tækifæri til að ræða innihald þeirra með hópnum þínum. Við hvetjum til eflingar samfélags og samvinnu.

Image

Ný sýn

Leyfðu efni ráðstefnunnar að móta huga þinn gagnvart viðfangsefnum þínum og ástríðu svo þú getir deilt sýn þinni með teyminu og tekið flugið!
Image

Grand dagur

GLS leiðtogaráðstefnan 2023 verður haldin að þessu sinni í Gullteig á Grand Hótel. Tilvalið er að mæta með hópnum sínum og styrkjast saman. Við lofum einnig góðri stemmningu og aðstæðum fyrir minni hópa eða einstaklinga. Ráðstefnan verður frá 9 til 16 með hádegishléi.

Image

Samtökin GLS Íslandi

Blönduhlíð 26
105 Reykjavík
Kt. 440609-1040
gls@gls.is